Elevation 10,6‘ #3 er sérstaklega hönnuð í púpuveiði og er tilvalin til að nota í smærri silungsveiðiám og lækjum. Hún hentar einkar vel til að beita Euro Nymhing aðferðinni með einni, tveimur eða fleiri púpum. Stöngin er í sex hlutum og því auðveld að koma henni fyrir í bakpokanum ef ganga þarf á veiðislóð. Hjólasætið er staðsett aftar en á öðrum gerðum til að fá betra jafnvægi þegar púpað er fyrir fisk. Stöngin er hönnuð til að kasta grönnum taumum en þó með nægjanleg sterkan topp til að takast á við stóra fiska. Á stönginni er fighting butt sem getur komið sér vel þegar barist er við þann stóra.
Elevation stangirnar eru einstaklega léttar meðalhraðar stangir, hannaðar fyrir breiðan hóp veiðimanna. Hönnun og framleiðsla stanganna er á margan hátt framúrstefnuleg en stangarhlutar þeirra eru umtalsvert umhverfisvænni en gengur og gerist. Þetta er sú stefna sem Guideline hefur tekið í átt að heilbrigðari framleiðsluþáttum.
Stangirnar eru framleiddar eins efnislitlar og kostur er án þess að það komið niður á kasteiginleikum eða styrk. Toppurinn er afar næmur en um leið stöðugur og hleðst stöngin með jöfnu átaki niður í skaft. Hraði stangarinnar er þannig heppilegur fyrir þá sem eru að byrja í fluguveiði, en stöngin fyrirgefur vel mistök á kastferlinum. Elevation eru nákvæmar stangir og með þeim er unnt að ná miklum línuhraða. Þessi stangarlína er virkilega athyglisverð og á afar sanngjörnu verði.