Fishpond Waterdance Pro Guide – Mittistaska

Fyrir rúmum 20 árum kynnti Fishpond til leiks fyrstu útgáfuna af Waterdance mittistöskunni. Allar götur síðan hefur hún verið fyrsti kostur leiðsögumanna um allan heim. Waterdance Pro Guide er uppfærð útgáfa af þessari vinsælu mittistösku sem staðist hefur tímans tönn.

29.995kr.

Á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Fyrir rúmum 20 árum kynnti Fishpond til leiks fyrstu útgáfuna af Waterdance mittistöskunni. Allar götur síðan hefur hún verið fyrsti kostur leiðsögumanna um allan heim. Waterdance Pro Guide er uppfærð útgáfa af þessari vinsælu mittistösku sem staðist hefur tímans tönn. Nýja útgáfan byggir á forveranum en hefur enn fleiri kosti en áður.

Í töskunni eru tvö stór aðalhólf sem rúma auðveldlega 3-4 stór flugubox, ótal fylgihluti og hlýjan fatnað. Á hliðum eru festingar fyrir brúsa eða flöskur. Einn rennur vasi er að framanverðu undir smáhluti. Aftan á töskunni er slíður fyrir veiðiháf og víða má finna tengipunkta fyrir verkfæri og aukahluti.

Stærð töskunnar er 35 x 23 x 18 cm og vegur hún 0,95 kg.

Sjálfbærni

Ný vara, gamalt efni

Fishpond er leiðandi fyrirtæki á markaði þegar kemur að sjálfbærri framleiðslu. Fyrir meira en áratug síðan hóf fyrirtækið að nota ónýt fiskinet til framleiðslu á töskum og fylgihlutum. Í dag eru nær allar vörur Fishpond framleiddar úr endurunnum efnum, s.s. netum og plastflöskum. Þannig tekst fyrirtækinu að skapa nýja hluti úr gömlum efnum, umhverfinu til heilla.