Fishpond Switchback Wading System 2.0 – Mittistaska

Mittistaskan er uppfærð útgáfa af hinni vinsælu Switchback mittistösku sem sópaði til sín verðlaunum. Mittistöskuna má nota eina og sér en einnig með öðrum vörum frá Fishpond, s.s. Thunderhead Submersible þurrpokanum og Canyon Creek brjóstpokanum.

27.995kr.

Á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Enn ein mittistaskan frá Fishpond sem hefur fengið mikið lof fyrir frábæra hönnun og vandaðan frágang. Taskan er uppfærð útgáfa af hinni vinsælu Switchback mittistösku sem sópaði til sín verðlaunum. Mittistöskuna má nota eina og sér en einnig með öðrum vörum frá Fishpond, s.s. Thunderhead Submersible þurrpokanum og Canyon Creek brjóstpokanum. Taskan er á einskonar sleða svo auðvelt er að færa hana um líkamann. Aftan á baki er slíður fyrir háfinn auk margra tengimöguleika fyrir aukahluti.

Að framan er renndur vasi undir smáhluti og D-lykkjur fyrir tæki og tól. Eitt stór aðalrými með færanlegu skilrúmi og tveimur minni vösum fyrir smærri hluti. Á töskunni er axlaról sem gott er að nota til að dreifa álaginu. Á henni eru einnig margir festipunktar fyrir veiðibúnað.

Stærð töskunnar er 23 x 20 x 9 cm og vegur hún 0,8 kg.

Sjálfbærni

Ný vara, gamalt efni

Fishpond er leiðandi fyrirtæki á markaði þegar kemur að sjálfbærri framleiðslu. Fyrir meira en áratug síðan hóf fyrirtækið að nota ónýt fiskinet til framleiðslu á töskum og fylgihlutum. Í dag eru nær allar vörur Fishpond framleiddar úr endurunnum efnum, s.s. netum og plastflöskum. Þannig tekst fyrirtækinu að skapa nýja hluti úr gömlum efnum, umhverfinu til heilla.