Fishpond Cimarron Sand – Vöðlutaska

Ný og endurbætt útgáfa af hinni geysivinsælu Cimmaron vöðlutösku frá Fishpond. Þessi frábæra taska sameinar allan veiðifatnað á einn stað. Neðri hluti töskunnar er hugsaður undir vöðlur og vöðluskó, en efri hlutinn undir vöðlujakkann og annan hlífðarfatnað.

47.995kr.

Á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Ný og endurbætt útgáfa af hinni geysivinsælu Cimmaron vöðlutösku frá Fishpond. Þessi frábæra taska sameinar allan veiðifatnað á einn stað. Neðri hluti töskunnar er hugsaður undir vöðlur og vöðluskó, en efri hlutinn undir vöðlujakkann og annan hlífðarfatnað.

Cimmaron taskan er framleidd úr vatnsvörðu efni sem er einstaklega slitsterkt og þolir mikla notkun. Botn töskunnar er með loftræstu hólfi og er aðskilinn efri hlutanum. Blautar vöðlur og skór blandast því ekki við þurran fatnað. Efri hluti töskunnar er eitt stórt hólf með tveimur geymsluvösum og tveimur stórum netavösum. Í þá má setja húfur, vöðlusokka, grifflur og aðra smærri hluti. Töskunni fylgir einnig vöðlumotta sem nýtist þegar farið er í vöðlurnar utandyra. Hana má fjarlægja úr botni töskunnar og setja í þvottavél. Þá er á töskunni sterkbyggð handföng og stillanleg axlaról. Einnig eru festingar fyrir stangarhólk auk ýmissa tengimöguleika með D-lykkjum.

Taskan rúmar 72 lítra, hún vegur 2,3 kg og er 62x40x38 cm að stærð.