Darkhorse Vöðluskór

Darkhorse vöðluskórnir frá Korkers eru virkilega vandaðir, búnir M2 Boa® vírakerfi í stað hefðbundinna reima. Sólar eru útskiptanlegir, en kaupunum fylgir bæði filtbotn og gúmmíbotn. Táin er sérstaklega styrkt til að auka öryggi notandans, en ekki síður til að bæta endingu.

44.995kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Darkhorse vöðluskórnir frá Korkers eru virkilega vandaðir, búnir M2 Boa® vírakerfi í stað hefðbundinna reima. Sólar eru útskiptanlegir, en kaupunum fylgir bæði filtbotn og gúmmíbotn. Táin er sérstaklega styrkt til að auka öryggi notandans, en ekki síður til að bæta endingu.

Vöðluskórnir eru búnir sérstöku 3PFS-kerfi, sem eykur þægindi til muna og styður um leið við ökkla og liðbönd. Hællinn er klæddur þar til gerðum stuðningspúðum sem skorða fótinn örugglega. Eins og aðrir Korkers skór eru Darkhorse með skilvirku frárennsli sem sér til þess að skórinn losi sig greiðlega við vatn þegar á bakkann er komið.

Korkers hefur í yfir 50 ár hannað og þróað skóbúnað fyrir útivistarfólk. Korkers framleiðir nokkrar gerðir af vöðluskóm sem allar eiga það sameiginlegt að vera einstaklega hentugar, þægilegar og öruggar. Allir skór frá Korkers koma með einkaleyfisvörðum búnaði sem nefnist OmniTrax og byggir á þeirri hugmyndafræði að nota sama búnað í mismunandi aðstæðum. Með OmniTrax má skipta út sóla/botni vöðluskónna eftir því hvar er veitt og hvernig undirlagið er.