Bullet+Flotlína

Bullet + er uppfærð útgáfa af einni vinsælustu einhendulínunni – hleðst hratt, kastar langt og hentar vel í fjölbreyttum aðstæðum. Frábær lína fyrir bæði veltiköst og hefðbundin fluguköst, með góðri stjórn og mjúkri framsetningu.

13.900kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Bullet+ er endurbætt útgáfa af Bullet-línunni sem hefur verið ein allra vinsælasta flotlína fyrir einhendur hjá Veiðiflugum undanfarin ár. Þessi nýja útgáfa svíkur engan – hún er enn betri en sú fyrri, með mýkri framsetningu og enn betri stjórn.

Þrátt fyrir stuttan haus (9,25 m) heldur línan góðu jafnvægi í lofti og skilar löngum og nákvæmum köstum með lágmarks áreynslu. Línan er sérstaklega heppileg til alhliða notkunar í íslenskum ám og hentar jafnt fyrir veltiköst sem hefðbundin fluguköst. Uppbygging haussins tryggir góða framsetningu fyrir allar tegundir flugna, allt frá þurrflugum upp í keilutúpur.   

Helstu eiginleikar:

  • Uppfærð útgáfa af vinsælustu einhendulínu Veiðiflugna
  • Stuttur og öflugur haus sem hleðst hratt og skilar löngum köstum
  • Mjög góð í þröngum aðstæðum þar sem pláss er takmarkað
  • Góð frammjókkun og þægilegur meðhöndlunarhluti fyrir meiri stjórn og nákvæmni
  • Grágrænn haus og skærgræn rennilína
  • Lykkjur á báðum endum og ID-merki að framan
  • Framleidd án skaðlegra efna

 

Tæknilýsing:

Línuþyngd Hauslengd Hausþyngd Heildarlengd
#5 9,25 m 12 g 30 m
#6 9,25 m 14 g 30 m
#7 9,25 m 16 g 30 m
#8 9,25 m 18 g 30 m
#9 9,25 m 20 g 30 m