Verkfæra- eða áhaldasláin frá Stonfo er hugsuð til þess að festa á þvingur fyrir hnýtingaverkfærin. Öll helstu verkfærin geta þannig átt sinn stað, skæri, nokkur verkfæri, nokkrar keflishöldur og loks má festa arm með stækkunargleri á endann á slánni.
Sláin er úr ryðfríu stáli. Hana má festa á þvingur sem eru 8 til 10 mm í þvermál, stofninn. Á slánni eru 15 holur og göt, mismunandi að stærð, lögun og stefnu þannig að finna má flestum verkfærunum og áhöldunum stað á slánni.