Sigurður Héðinn er einn þekktasti veiðimaður landsins auk þess að vera heimsþekktur fyrir flugur sínar. Í þessari fræðandi og gullfallegu bók fá lesendur að kíkja í reynslubanka Sigurðar, en hér fjallar hann um nánast allt sem viðkemur laxveiðinni. Bókina skreyta ljósmyndir eftir Kristinn Magnússon og einstaklega fallegar myndskreytingar sem Sól Hilmarsdóttir teiknar.
Bókin er 144 bls, með myndum af meira en 50 flugum og 17 skýringarteikningum. Þá eru í bókinni fluguuppskriftir – og að sjálfsögðu fylgja ótal veiðisögur.