Nýjar Swiftcurrent vöðlur frá Patagonia

Patagonia hefur kynnt til sögunnar nýjustu viðbætur í Swiftcurrent línunni sinni – Traverse og Expedition vöðlurnar. Vöðlurnar eru hannaðar með áherslu á endingu, þægindi og umhverfisvæna framleiðslu, og eru fáanlegar í útfærslum fyrir bæði konur og karla.

Patagonia Swiftcurrent® Traverse Zip-Front vöðlurnar

Bjóða upp á einstaka blöndu af hreyfigetu, þægindum og áreiðanleika í léttum og endingargóðum búnaði. Þær eru saumaðar úr fjögurra laga, endurunnu H2No™ efni með vatnsfráhrindandi áferð og eru auðveldar að pakka í tösku eða bakpoka. Vatnsheldur YKK® rennilás tryggir þægindi og sveigjanleika, fjölbreyttir geymslumöguleikar gera skipulagið einfalt.

Skoða nánar

Patagonia Swiftcurrent® Expedition vöðlurnar

Harðgerðar og hannaðar til að standast erfiðustu aðstæður, án þess að fórna þægindum eða hreyfigetu. Þær eru með sveigjanlegt og þægilegt snið, og stillanleg axlabönd sem gera kleift að breyta þeim úr bringuháum í mittisháar vöðlur eftir þörfum. Traustur kostur fyrir veiðimenn sem treysta á útbúnaðinn sinn – sama hversu krefjandi aðstæðurnar eru.

Skoða nánar

Patagonia Swiftcurrent® Expedition Zip-Front vöðlurnar

Sameina einstaka endingu, frjálsa hreyfigetu og margvíslega hagnýta eiginleika. Vatnsheldur rennilás að framan gerir það auðvelt að fara í og úr vöðlunum, og stillanleg axlabönd tryggja sveigjanleika við mismunandi aðstæður. Þetta eru vöðlur fyrir veiðimenn sem gera miklar kröfur – og vilja ekkert annað en fyrsta flokks gæði og áreiðanleika.

Skoða nánar

Létt og endingargóð hönnun

Fjölbreyttar útfærslur

Umhverfisvæn efni

Fair Trade Certified™

Patagonia W’s Swiftcurrent® Traverse dömuvöðlurnar

Léttar, slitsterkar og sérstaklega sniðnar að líkamslögun kvenna. Þær bjóða upp á frábæra hreyfigetu og þægindi. Sveigjanlegt snið og stillanleg axlabönd gera auðvelt að aðlaga þær að mismunandi aðstæðum – hvort sem um er að ræða hefðbundnar vöðlur eða mittisvöðlur.

Skoða nánar

Patagonia W’s Swiftcurrent® Expedition Zip-Front dömuvöðlurnar

Sérstaklega slitsterkar og hannaðar sérstaklega með þarfir kvenna í huga. Þær sameina áreiðanleika, hreyfigetu og þægindi – fullkomnar fyrir fjölbreyttar aðstæður. Vatnsheldur rennilás að framan gerir klæðnað einfaldari, stillanlegt snið tryggir góða aðlögun og snjöll smáatriði gera veiðidaginn bæði ánægjulegri og skilvirkari.

Skoða nánar

Veldu Swiftcurrent frá Patagonia

Hvort sem þú ert að leita að léttum vöðlum eða öflugum búnaði fyrir krefjandi aðstæður, þá býður Swiftcurrent línan frá Patagonia upp á úrval sem stenst allar kröfur. Með endurunnum- og umhverfisvænum efnum, snjöllum smáatriðum og þægilegu sniði tryggja vöðlurnar áreiðanleika og öryggi á veiðislóð.

Að auki eru Swiftcurrent vöðlurnar framleiddar í Fair Trade Certified™ verksmiðjum – sem þýðir sanngjörn laun, betri vinnuskilyrði og meiri velferð þeirra sem koma að framleiðslunni.