Heim • Persónuvernd

Persónuvernd

Persónuverndarstefna

Við hjá Veiðiflugum leggjum ríka áherslu á persónuvernd og förum því með allar persónuupplýsingar sem trúnaðarupplýsingar. Flest gögn sem Veiðiflugur fá frá viðskiptavinum eru fyrst og fremst nýtt í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslu. Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar persónuupplýsingar í tengslum við viðskipti. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Veiðiflugur styðjast við gildandi íslensk lög og persónuverndarreglugerðir Evrópusambandsins. Upplýsingar sem viðskiptavinur lætur í té eru notaðar til að klára afgreiðslu pantana, til að viðhalda og tryggja öryggi persónureiknings í vefverslun, til að senda viðskiptavinum nýjar upplýsingar um stöðu pantana auk kynningarefnis og sértilboða. Við söfnum upplýsingum um vafur (e. browsing) og kaupvenjur viðskiptavina til að bæta virkni síðunnar og auka um leið þjónustu. Þessar upplýsingar eru nafnlausar. Sömuleiðis notum við vafrakökur (e. cookies) til að fylgjast með vafri, bæta viðmót og til birtinga auglýsinga. Hafir þú heimsótt heimasíðu Veiðiflugna mun tölvan þín vista auðkennandi vafraköku sem sparar tíma og eykur þægindi.

Kaupandi er fluttur yfir á greiðslusíðu greiðslumiðlara þegar kemur að staðfestingu pöntunar. Þar eru kortaupplýsingar eða aðrar upplýsingar skráðar og greiðsla fer fram. Þegar leitað hefur verið eftir heimild fyrir færslu, berst staðfesting til kaupanda og seljanda. Greiðslusíða Valitor tryggir að kortaupplýsingar viðskiptavina séu meðhöndlaðar í vottuðu og dulkóðuðu umhverfi og aldrei aðgengilegar þriðja aðila.