hITCH
Skoða gárutúpurHvað er hitch?
Hitch eða gárubragð er ein af fjölmörgum aðferðum til að veiða fisk á flugustöng, þá jafnan lax. Upphaf þeirrar aðferðar má rekja aftur til fjórða áratugarins þegar veiðimenn í Protland Creek á Nýfundnalandi hófu að beita svonefndu portlandsbragði. Í raun má gára eða hitcha flestar gerðir flugna, að því gefnu að þær séu hæfilega eðlisléttar til að haldast á floti. Hægt er að bregða portlandsbragði, sem í raun er einfaldur hnútur, yfir haus flugunnar til að hún skauti á vatnsfletinum og myndi þannig v-laga rák eða röst. Það er einmitt rákin sem er svo áhrifarík og egnir fiskinn til töku.