Vöðlustærðir

Það er í grunninn tvennt sem skiptir neytendur máli þegar kaupa á vöðlur: hvaða snið hentar notandanum og hve miklum fjármunum skal varið til kaupanna? Í raun má segja að verð á vöðlum sé alla jafna í hlutfalli við þá eiginleika sem vöðlurnar hafa. Þannig eru vöðlur með vatnsheldum rennilásum dýrari en þær sem enga rennilása hafa. Mikilvægasti þátturinn, óháð öðrum eiginleikum, er hversu margra laga vöðlurnar eru, því ending ræðst að miklu leiti af því. Dýrari vöðlur eru jafnan fjögurra eða fimm laga á meðan meðaldýrar vöðlur eru gjarnan þriggja laga. Ódýrustu vöðlurnar á markaðnum eru svo úr tveimur lögum, og má ráða endingu út frá því.

Stærð og snið á vöðlum er ekki síður mikilvægt, því vöðlur sem passa notandanum illa munu endast skemur en ella. Stuttar vöðlur eru þannig líklegri til að leka í klofi en þær sem sitja eðlilega, því veiðimaður þarf að geta beygt sig niður án þess að teygist á saumum. Algengustu mistökin við kaup á vöðlum er að taka þær of langar eða of stuttar, sem iðulega leiðir til þess að saumar gefa sig.

Hér fyrir neðan má finna stærðartöflu fyrir Guideline vöðlur.

A title

A – Bringa.  B – Mitti.  C – Mjaðmir.  E – Frá handarkrika að hæl.  F – Klofsídd.  G – Fótur (cm).

STÆRÐATAFLA HERRAR (CM)
Stærðatafla – vöðlur fyrir herra XS S M L XL XXL XXXL
Bringa 81-87 88-94 95-101 102-108 109-115 116-122 122-128
Mitti 74-80 81-87 88-94 95-101 102-108 109-115 116-122
Mjaðmir 82-88 89-95 96-102 103-109 110-116 117-122 123-128
Frá handarkrika að hæl 125 127 134 140 145 147 152
Klofsídd 80-82 82-84 84-86 86-88 88-90 90-92 92-94
Fótur (cm) 24,2 25,2 27,7 28,7 29,7 30,7 31,7

 

Stærðatafla – vöðlur fyrir herra

MS LS ML LL MK LK XLK
Bringa 95-101 102-108 95-101 102-108 102-108 109-115 116-122
Mitti 88-94 95-101 88-94 95-101 95-101 102-108 109-115
Mjaðmir 96-102 103-109 96-102 103-109 103-109 110-116 117-122
Frá handarkrika að hæl 128 133 140 146 134 140 145
Klofsídd 79-81 81-83 89-91 91-93 84-86 86-88 88-90
Fótur (cm) 27,7 28,7 27,7 28,7 27,7 28,7 29,7

 

STÆRÐATAFLA DÖMUR (CM)

Stærðatafla – vöðlur fyrir dömur Dömu XS Dömu S Dömu M Dömu L Dömu XL
Bringa 77-82 83–88 89-94 95-100 101-106
Mitti 61-66 67-72 73-78 79-84 85-90
Mjaðmir 86-91 92-97 98-103 104-109 110-115
Frá handarkrika að hæl 133 134 135 136 137
Klofsídd 74-75 76-77 78-79 80-81 82-83
Fótur (cm) 25 25,5 26 26,5 27

 

Stærðatafla – vöðlur fyrir dömur

Dömu MQ Dömu LQ Dömu XLQ
Bringa 93-98 99-104 105-110
Mitti 77-82 83-88 89-94
Mjaðmir 102-107 108-113 144-119
Frá handarkrika að hæl 135 136 137
Klofsídd 78-79 80-81 82-83
Fótur (cm) 26 26,5 27