Gjafabréf
Fullkomin gjöf fyrir veiðimenn
Með gjafabréfi Veiðiflugna velur viðtakandinn það sem hann þarf, þegar hann þarf það. Gjafabréfin opna fyrir fjölda möguleika í verslunum Veiðiflugna og hitta alltaf í mark.
Með gjafabréfi Veiðiflugna velur viðtakandinn það sem hann þarf, þegar hann þarf það. Gjafabréfin opna fyrir fjölda möguleika í verslunum Veiðiflugna og hitta alltaf í mark.
Rafræn gjafabréf má senda með tölvupósti beint til viðtakanda eða fá á eigið netfang og prenta út eða áframsenda.
Prentuð gjafabréf er hægt að sækja í verslun Veiðiflugna eða fá send til kaupanda eða viðtakanda.
Rafræna gjafabréfið er sent sjálfkrafa á uppgefið netfang þegar pöntun er afgreidd. Veljir þú ákveðinn dag, fer gjafabréfið út þann dag.
Prentað gjafabréf er sent samdægurs á virkum dögum, en einnig má sækja það á opnunartíma Veiðiflugna.
Já. Þú getur látið senda rafræna gjafabréfið á þitt eigið netfang, vistað það og prentað út til að afhenda.
Rafræn gjafabréf: Viðtakandi slær inn gjafabréfskóðann í körfunni þegar gengið er frá pöntun í netverslun. Upphæð gjafabréfsins dregst sjálfkrafa frá heildarupphæð pöntunar. Sé upphæð pöntunar lægri en gjafabréfið, geymast eftirstöðvar upphæðarinnar og hægt er að nota þær síðar. Rafræn gjafabréf má einnig nota í verslun Veiðiflugna og virka þá eins og prentuð gjafabréf.
Prentuð gjafabréf: Viðtakandi sýnir gjafabréfið við afgreiðslu í verslun Veiðiflugna og upphæðin er dregin frá kaupum. Sé upphæðin ekki fullnýtt í einni færslu fær viðkomandi innleggsnótu fyrir mismuninum.
Gjafabréf dragast frá heildarupphæð pöntunar, þar með talið vörum á tilboði, nema annað sé tekið sérstaklega fram í skilmálum eða á viðkomandi vörusíðu.
Einfalt, öruggt og gleður alla veiðimenn.