Sýna 1–24 af 166 niðurstöður

Patagonia

Patagonia er eitt stærsta útivistarmerki í heimi. Gæði, ending og notagildi eru aðalsmerki fyrirtækisins enda engu til sparað við framleiðsluna. Í verslun Veiðiflugna finnur þú vandaðan veiðibúnað frá Patagonia sem skoða má neðar á þessari síðu.

Meðvituð um umhverfið

Patagonia stendur framarlega þegar kemur að umhverfis- og mannauðsmálum. Megnið af fatnaði fyrirtækisins er framleiddur með Fair Trade-vottun sem þýðir að Patagonia greiðir hærra verð fyrir hverja framleidda vöru. Umfram fjármagn rennur beint til þess starfsfólks sem kemur að framleiðslunni sem stuðlar að bættum lífskjörum verkafólks

Í framleiðslu margra vara er notað pólíester sem er að stærstum hluta úr endurunnu efni, eða rúmlega 80%. Með endurvinnslu dregur fyrirtækið úr notkun jarðolíu og minnkar þar með útblástur gróðurhúsalofttegunda.