Sýna 1–24 af 103 niðurstöður

Fishpond veiðivörur

Fishpond er bandarískt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á vörum tengdum fluguveiði. Allar vörur er framleiddar samkvæmt ströngustu gæðakröfum, enda er vörumerkið tákn fyrir gæði, áreiðanleika og endingu. Hér að neðan finnur þú allar Fishpond veiðivörur sem fáanlegar eru í Veiðiflugum.

Notagildi og umhverfismál

Fishpond býður fjölbreytt úrval af veiðitöskum, s.s. hjólatöskur, stangartöskur, bakpoka, mittistöskur, og axlartöskur. Vörurnar eru hannaðar með notagildi í huga, bæði í veiði og dags daglega. Þá framleiðir fyrirtækið ýmiss veiðivesti, bæði fyrir dömur og herra. Fishpond hefur staðið framarlega í að koma á markað sniðugum tólum og tækjum sem létta veiðimönnum störfin á árbakkanum.

Umhverfisvernd er fyrirtækinu ofarlega í huga enda endurvinnsla samofin framleiðslu fyrirtækisins. Fishpond vörurnar eru flestar framleiddar úr endurunnum efnum, s.s. úr sér gengnum fiskinetum, plastflöskum og öðrum hlutum sem hafa þjónað hlutverki sínu.