Fluguúrvalið hjá okkur heldur áfram að aukast og nú hafa nýjar og spennandi hexagon-túpur bæst í flóruna. Þessar túpur eru sérstaklega skemmtilegar fyrir haustveiðina – níðþungar, áberandi fallegar og hannaðar til að ögra stórum fiskum.
Hexagon-túpurnar fást í nokkrum stærðum og eru þegar fáanlegar í verslun Veiðiflugna, en væntanlegar í netverslunina. Á meðal þeirra flugna sem eru nú fáanlegar í hexagon útfærslu eru Erna, Klaki, Valbeinn, Snælda, Niffan, Sunray, Green Brahan og Colburn Special. Hér að neðan má sjá myndir af helstu flugunum.
Kíktu til okkar og tryggðu þér nokkur eintök fyrir næsta veiðitúr – þú munt ekki sjá eftir því.














