Costa Ferg XL Veiðigleraugu 580G

Heiti: Ferg XL
Umgjörð: Matte Black
Litur linsu: Sunrise Silver Mirror
Efni linsu: Polarized 580G
Stærð: XL

FRÍ HEIMSENDING

42.900kr.

Ekki til á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Ferg XL eru vönduð veiðigleraugu frá Costa. Þau eru með Hydrolite® nefpúðum sem eru að fullu stillanlegir. Eins og önnur gleraugu frá Costa eru Ferg XL með hinni einstöku 580 punkta linsu. Gleraugun eru með svartri umgjörð sem er tiltölulega stór.

Costa veiðigleraugu

Costa Del Mar er einn stærsti sólgleraugnaframleiðandi í heiminum í dag – og ekki að ástæðulausu.
Öll veiðigleraugu sem fyrirtækir framleiðir veita fullkomna vörn gegn útfjólubláum geislum sólarinnar. Costa er með einkaleyfi á framleiðslu sinni sem nefnist Costa 580®

99,9%

Polaroid virkni

580® punktar

Einstök skerpa

C-Wall ®

Aukið rispu- og blettaþol

580G/P

Hágæða gler- og plaslinsur

Fullkomin vörn

Polaroid-linsur (e. polarized lenses) eru sérlega mikilvægar fyrir alla þá sem verja tíma sínum utandyra – ekki hvað síst fyrir veiðimenn þar sem sólarljós endurkastast af yfirborði vatns.

Costa linsur eru með 99,9% polaroid virkni       

+ Besta tækni sem fáanleg er í veiðigleraugum
+ Veitir augunum fullkomna vörn fyrir sólargeislum
+ Costa framleiðir aðeins polaroid gleraugu

Hvernig virka Costa 580®?

Linsan síar út sterka gula geisla sólarinnar. Með því móti greina augun betri liti, birtuskil verða eðlilegri og sjónin skarpari.Til einföldunar má segja að Costa gleraugun haldi slæmu birtunni frá augunum og góðri birtu að þeim.

Hvernig gagnast tæknin?

Costa gleraugun sía út glampa af völdum sólarljóss á vatni svo augun greina mun betur það sem er undir yfirborðinu. Þannig getur veiðimaður séð botn árinnar langt um skýrar en ella. Með betri tækni nær Costa þeim árangri að framleiða skörpustu veiðigleraugu í heimi.

En Costa eru þó ekki bara veiðigleraugu því þau nýtast einnig sem sólgleraugu dagsdaglega. Costa gleraugun eru fáanleg með plastlinsum og glerlinsum í mörgum útfærslum.