Nautilus NV-G 8/9

> Frábært laxveiðihjól
> Hentar millistórum tvíhendum
> Einstök gæði og ending
> Vegur 204 gr.

144.900kr.

Vara uppseld

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Ef þú ert að leita að fullkomnu tvíhenduhjóli þá kemst Nautilus NV-G 8/9 ansi nærri því. Hjólið er kjörið  fyrir tvíhendur í línuþyngdum #7-9, þeim sem eru 12,4-13,4 fet að lengd. Á hjólið rúmast 180 metrar af 30 punda undirlínu.

Nautilus NV-G fluguhjólin eru framleidd úr renndu áli og státa af hinu margverðlaunaða NV CCF diskabremsukerfi. G-ið í nafni hjólsins stendur fyrir „Giga Arbor“ sem er notað um þau hjól sem hafa meira þvermál en hefðbundin breiðkjarnahjól. NV-G hjólin ná inn slaka línunnar á meiri hraða en nokkurt annað fluguveiðihjól á markaðnum. Rákir eru ristar í botn spólunnar og mynda þær loftrými svo súrefni eigi þar greiða leið. Með því móti þornar undirlínan mun fyrr en ella auk þess sem dregið úr hættu á tæringu vegna raka frá undirlínunni. Nautilus NV-G hjólin fást í fjórum stærðum.

Þau eru fá fluguveiðihjólin sem standast samanburð við NV-G frá Nautilus enda er hönnunin og gæðin á heimsmælikvarða. Nautilus hjólin eru ávöxtur 180 ára gamallar fjölskylduhefðar byggðri á nýsköpun og hugvitssemi.