Loop Dellik Vöðlujakki (Dömu)

Þessi frábæra flík er hönnuð frá grunni af veiðikonum og er notagildi, útlit og snið jakkans því eins og best verður á kosið. Dellik er hannaður til að standa af sér hverskonar veður enda algjörlega vatnsheldur og með einstaka öndun. Samstarf Loop við Sympatex hefur gert þeim kleift að framleiða vöðlujakka á mun umhverfisvænni hátt en áður hefur tíðkast.

79.900kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Eftir langa meðgöngu hefur Loop nú komið með nýjan vöðlujakka á markað, sérhannaðan fyrir konur. Þessi frábæra flík er hönnuð frá grunni af veiðikonum og er notagildi, útlit og snið jakkans því eins og best verður á kosið. Dellik er hannaður til að standa af sér hverskonar veður enda algjörlega vatnsheldur og með einstaka öndun. Samstarf Loop við Sympatex hefur gert þeim kleift að framleiða vöðlujakka á mun umhverfisvænni hátt en áður hefur tíðkast. Dellik vöðlujakkinn fæst í þremur litum og fimm stærðum.

Dellik er úr afar slitsterku efni sem er um leið mjög teygjanlegt og endingargott. Að framan eru þrír renndir brjóstvasar auk áhaldagorms fyrir losunartöng eða taumaklippur. Á hliðum eru fóðraðir vasar fyrir hendur með vatnsheldum YKK rennilásum. Jakkinn er með stillanlegri hettu sem nota má á tvo vegu, bæði eina og sér eða yfir derhúfu. Þá er vatnsheld lokun á ermum frábær lausn til þess að varna vatni leið upp í ermarnar þegar kastað er eða fiski er sleppt.

Samtímis því að við njótum útiverunnar styðjum við jafnframt náttúruvernd. Ólíkt hefðbundnum vatnsheldum veiðijökkum úr öndunarefni er Dellik-jakkinn úr endurvinnanlegu efni og framleiddur án þess að nota nokkur eyðandi efni eins og ePTFE eða PTC. Við framleiðslu á SymPatex filmunni er notað 90% minna vatn en framleiðslu keppinautanna.

SYMPATEX® TÆKNIN

Þeir sem elska útiveru gera miklar kröfur til útivistarfatnaðar. Hann þarf að halda mönnum þurrum en á sama tíma halda á mönnum mátulegum hita hvernig sem viðrar og hversu mikið sem kappið er. Sympatex Techonologies hefur verið leiðandi birgi á heimsvísu á tæknilausnum í efni til yfirhafna, skófatnaðar og öryggisfatnaðar frá árinu 1986.

ÞÆGINDI OG ÁREIÐANLEIKI

Við sem búum á norðurslóðum hugsum daglega um verðrið og hvernig við skulum klæða okkur eftir aðstæðum. Það getur því skipt miklu máli að velja fatnað sem treysta má á. Hjá Loop starfar hópur veiðimanna og vöruhönnuða sem sjá til þess að fatnaður fyrirtækisins standist allar þær kröfur sem ætlast má til. Ný vörulína Loop í fatnaði til útivistar og veiði mætir þörfum veiðimanna, sem jafnan þurfa að vera við öllu búnir, sér í lagi þegar íslensk veðrátta er annars vegar.