Fishpond Thunderhead Vatnsheld Mittistaska

38.995kr.

Thunderhead mittistöskurnar eru hluti af nýrri vörulínu frá Fishpond, framleiddar úr gríðarsterku efni sem endurunnið er úr næloni. Mittistaskan er algjörlega vatnsheld og búin TIZIP® rennilás, sem heldur allri bleytu frá innihaldinu. Thunderhead vörurnar eru gerðar fyrir mikla notkun og hnjask og er frágangur því eins og best verður á kosið.

Mittistaskan er hönnuð með þarfir veiðimannsins í huga og rúmar allt það sem þarf við árbakkann, s.s. flugubox, myndavél, áhöld og nestið. Taskan er búin góðu bakstuðningsbelti og því leikur einn að veiða daglangt með töskuna á bakinu. Að framan er einn renndur vasi auk ýmissa festinga fyrir veiðitól. Að innan er rennilásavasi auk hólfs undir smádótið. Axlaról fylgir pokanum og má nota eftir þörfum.

Stærð töskunnar er 34 x 22 x 13 cm, hún vegur 0,7 kg og rúmar 10 lítra.
Fáanleg í þremur litum.

Þú getur fræðst meira um Thunderhead mittistöskuna með því að smella á Play-hnappinn.

FRÍ HEIMSENDING

Síminn Pay Léttkaup
kr/mán
(m.v. mán)

mán.

Miðað við greiðslur á % vöxtum.

Aðeins % lántökugjald og kr. færslugjald á mánuði.

Árleg hlutfallstala kostnaðar: %.

Heildarkostnaður: kr.

Vörunúmer: FP3430 Vöruflokkur: Flokkar: , ,