Fluguhnýtingarefni

Hvaða fluguhnýtingarefni leitar þú að?
Í Veiðiflugum finnur þú spennandi fluguhnýtingaefni á borð við hrosshár, kindahár, tungsten kúluhausa, brass kúluhausa, tungsten- og brass keilur, keðjur, hnýtingatvinna, floss, chenille, túpuplast, tinsel, acryl-lakk, UV-lím og fleira áhugavert.

SKOÐA VÖRUFLOKK
X-Small
Small
+2
1.195kr.
Vara uppseld
X-Small
Small
+2
1.195kr.
10 mm
17 mm
+2
875kr.
X-Small
Small
+2
935kr.

Hvers vegna að nota hrosshár í fluguhnýtingar?

Hár íslenska hestsins hefur verið notað sem fluguhnýtingarefni um nokkurra ára skeið. Eiginleikar efnisins gera það að spennandi valkosti, en hárin eru mjög lifandi í vatni og virðast því fá fiskinn frekar til að taka. Hrosshárin, oft nefnd Arctic Runner, eru tiltölulega mjúk þegar búið er að vinna þau og afar meðfærileg.  Þau eru fáanleg í mörgum litum, allt frá svörtum upp í fjólublá. Hrosshár eru tilvalin til hnýtinga á flottúpum, s.s. Sunray og hverskonar gárutúpum (hitch), en ekki síður í hefðbundnar laxaflugur í stærðum #6 – #14. Þekktar flugur á borð við Haug, Von, Skugga, Frigga, Radian, Ernu, Posh-Tosh og fleiri eru með vængi úr íslenskum hesti. Ef þú hefur enn ekki prófað að hnýta flugu úr hrosshárum er vel þess virði að prófa.

Skáskorinn Skuggi flottúpa hnýtt með hvítum og svörtum hrosshárum.

Skáskorinn Skuggi, flottúpa –  Hnýtt úr svörtum og hvítum hrosshárum.

Fluguhnýtingaefni - hrosshár í mörgum litum

Hver er munurinn á brass og tungsten?

Það sem í daglegu tali nefnist brass er blanda af kopar og sinki. Brass er tiltölulega eðlislétt efni í samanburði við aðra málma. Kúluhausar, keiluhausar og fleiri gerðir hausa til fluguhnýtinga eru gjarnan framleiddir úr brass og í þeim tilgangi að þyngja fluguna svo hún veiði á meira dýpi. Brass hausar henta á hverskonar flugur, bæði í lax og silungsveiði. Brass kúluhausar eru mikið notaðir í silungapúpur, til veiða í stöðuvötnum eða í andstreymisveiði þar sem dýpt er ekki mikil. Brass keiluhausa má svo nota í straumflugur eða á túpur.

Um tungsten hausa gilda önnur lögmál. Tunsten er þungmálmur, en nafnið er tilkomið vegna þyngdar efnisins, tung sten, sem merkir þungur steinn. Tungsten hausar eru mun þyngri en brass og er ætlað sökkva flugunni hratt. Fluguhnýtingaefni eins og tungsten kúluhausar er tilvalið á púpur, til veiða í dýpri vötnum, en ekki hvað síst í andstreymisveiði, því sem nefnt er upstream-veiði. Lykilatriði í slíkri veiði er að koma flugunni hratt niður til að hún komist sem næst fiskinum, fluga sem fiskur þarf að sækja langt er ekki jafn líklega til að virka. Þá eru til tungsten keiluhausar sem notaðir eru til hnýtinga á túpum og straumflugum.

Fluguhnýtingaefni - Tungsten kúluhausar með svartri nikkel áferð

Tungsten kúluhausar með svartri nikkel áferð.

Fluguhnýtingaefni - Rauðir brass kúluhausar

Rauðir Fluoro kúluhausar úr brassi.

Um fluguhnýtingalakk og lím

Til eru margar útfærslur af fluguhnýtingalökkum og þjóna þau mörg hver ólíkum tilgangi. Í Veiðiflugum eru fáanlegar nokkrar gerðir sem nánar verður fjallað um hér. Acryl-flugulakk er gott alhliða flugulakk sem nota má til allra verka. Það virkar til lökkunar á búkum og hausum. Zap-a-gap er einstakt fluguhnýtingaefni enda kjósa margir að nota það í sínar hnýtingar. Zap-a-gap er fljótþornandi lím, einskonar tonnatak, með pensli, sem er einkar þægilegt í notkun. Þó ber að hafa í huga að önnur efni henta betur til lökkunar á hausum. Hard head frá Loon er lakk sem fáanlegt er í nokkrum litum. Það er fyrst og fremst notað til að lakka fluguhausa.

Svo eru það UV-lökk, eða UV-lím, sem fáanleg eru í nokkrum útfærslum. UV-lakk má nota til að gera fluguhausa gljáandi, til að móta hausa eða búka, líma augu eða annað. Hafa ber í huga að UV-lakk harðnar aðeins við útfjólublá geisla sólarinnar, því þarf annað hvort að þurrka flugur utandyra eða nota til þess bær UV-ljós sem þjóna sama tilgangi.

Fluguhnýtingaefni - Acryl flugulakk til að lakka flugur

Acryl-flugulakk er gott alhliða efni.

Fluguhnýtingaefni - UV lakk til að lakka hausa eða búka

UV lakk er fáanlegt í ýmsum þykktum.