Nautilus veiðihjól

Metnaður og ástríða drifin áfram af hefðum sem spanna margar kynslóðir eru aðalsmerki Nautilus, bandarísks hjólaframleiðanda á Miami í Bandaríkjunum. Fyrirtækið á sér langa sögu sem nær yfir 180 ára tímabil en það hefur verið leiðandi merki á sviði fluguveiðinnar um margra ára skeið. Nautilus er einn albesti hjólaframleiðandi í heiminum og bera verðlaun og viðurkenningar síðastliðinna missera þess glöggt merki.

X er nýstárlegt fluguhjól frá Nautilus, hannað með opnum ramma svo unnt sé að hafa hjólið sem léttast. Það er afar sterkbyggt og býr að einstökum bremsubúnaði sem nefnist SCF-X Drag. Spóla hjólsins er þvermálsmikil (giga-arbor) en slíkur eiginleiki auðveldar veiðimönnum að ná inn slaka línunnar hraðar en ella. X hjólið hefur víðast fengið einróma lof og nýverið hafnaði það í öðru sæti af 53 í viðamikilli úttekt sem framkvæmd var af Yellowstone Angler. 

Þau eru fá fluguveiðihjólin sem standast samanburð við NV-G frá Nautilus enda er hönnunin og gæðin á heimsmælikvarða. Hjólin eru framleidd úr renndu áli og státa af hinu margverðlaunaða NV CCF diskabremsukerfi. G-ið í nafni hjólsins stendur fyrir „Giga Arbor“ sem er notað um þau hjól sem hafa meira þvermál en hefðbundin breiðkjarnahjól. NV-G hjólin ná inn slaka línunnar á meiri hraða en nokkurt annað fluguveiðihjól á markaðnum. Rákir eru ristar í botn spólunnar og mynda þær loftrými svo súrefni eigi þar greiða leið. Með því móti þornar undirlínan mun fyrr en ella auk þess sem dregið úr hættu á tæringu vegna raka frá undirlínunni.