Loop Veiðivörur

Loop hefur í gegnum tíðina skipað sérstakan sess í huga margra íslenskra veiðimanna. Í rúm 40 ár hefur fyrirtækið hannað og þróað fluguveiðibúnað sem enn í dag nýtur sérstöðu á markaði. Upphaf Loop má rekja til þeirra Christer Sjöberg og Tony Karpestam sem tóku höndum saman og stofnuðu fyrirtækið árið 1978. Frá þeim tíma hefur Loop keppst við að vera fremstir á sínu sviði, að vera leiðandi merki í heimi fluguveiði.

Fyrirtækið hefur haft mikil mótandi áhrif á fluguveiðiheiminn með framsæknum nýjungum. Fljótlega eftir stofnun fyrirtækisins gekk fluguveiðisérfræðingurinn Göran Anderson til liðs við Loop. Hann hafði yfirumsjón hönnun fyrstu tvíhendanna, nýrra línukerfa og nýs kastafbrigðis sem við þekkjum í dag sem undirhandarköst (e. Underhand Cast). Með sinn verkfræðilega bakgrunn hóf Göran að kafa dýpra í eðlisfræðina og tókst að auka skilvirkni milli stangar og línu. Á þeim grunni byggir veiðiheimurinn enn í dag sína framleiðslu.

Í samvinnu við sænska verkfræðifyrirtækið Danielsson hóf Loop að endurhugsa virkni fluguveiðihjóla. Það samstarf leiddi af sér nýjar hugmyndir og árið 1984 kynnti Loop fyrsta „large arbor“ hjólið til sögunnar, hjól sem kollvarpaði fyrri hugmyndum um hönnun fluguveiðihjóla. Fyrirtækið ruddi svo sannarlega brautina og nú, rúmum þremur áratugum síðar, eru vel flest fluguveiðihjól framleidd með sama hætti.

Loop hefur alla tíð hannað og þróað sínar vörur innanhúss í Svíþjóð og stýrir þaðan öllum framleiðsluferlum í samvinnu við hóp hönnuða og tæknifræðinga. Allar vörur eru hannaðar með þarfir veiðimanna í huga, til að hámarka afköst og notagildi. Á síðustu árum hefur fyrirtækið gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og er nú í hröðum vexti um allan heim. Þá hefur fyrirtækið beitt sér fyrir verndun villtra laxastofna og sett aukinn þrýsting á stjórnvöld víða um heim til að tryggja tilvist tegundanna.

Í dag framleiðir Loop einhendur, switch-stangir, tvíhendur og allar flugulínur sem notaðar eru við veiðar á silungi og laxi. Þá stendur félagið áfram sterkt að vígi þegar kemur að fluguveiðihjólum. Nýlega kom á markað ný fatalína fyrir veiðimenn og veiðikonur. Vöðlujakkarnir eru einhverjir þeir bestu sem fyrirfinnast, Primaloft-jakkarnir eru frábærir og veiðiskyrturnar og undirfatnaðurinn úthugsaður. Loop veiðifatnaðurinn er framleiddur í Evrópu og gerður fyrir þá allra kröfuhörðustu.

Loop
 hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem eitt fremsta fluguveiðimerki heims og mun án nokkurs vafa halda áfram að standast væntingar kröfuharðra veiðimanna. Með vali á Loop færð þú vandaðan, traustan veiðibúnað og tekur um leið þátt í samfélagi veiðimanna, okkur öllum og umhverfinu til heilla.