Fluguhnýtingar í vetur

Fluguhnytingar - flugur á Mustad krókum, s.s. Autumn Hooker, Flúð, Night Hawk og fleiri

Margir veiðimenn kjósa að nýta tímann eftir áramót til fluguhnýtinga, enda góð dægrastytting fram að fyrsta veiðitúr. Veiðiflugur hafa nú opnað nýja fluguhnýtingadeild í versluninni þar sem kennir ýmissa grasa. Hér að neðan er fjallað nánar um helstu flokka og áhugaverðar vörur þeim tengdum.

Fluguhnýtingaþvingur

Veiðiflugur bjóða upp á fjölbreytt úrval af fluguhnýtingaþvingum en um 20 gerðir eru nú fáanlegar í versluninni. Söluhæstu þvingurnar eru frá Stonfo sem framleiðir hágæða hnýtingavörur á góðu verði.

Stonfo Transformer hnýtingavæsinn er á meðal þeirra allra bestu á markaðnum. Hannaður fyrir þá sem hnýta allar gerðir flugna, hvort heldur smáflugur, straumflugur eða túpur. Transformer hnýtingaþvingan er í rauninni þrjár þvingur í einni þar sem hægt er að skipta á milli þriggja ólíkra kjamma með einu handtaki. Henni fylgir hefðbundinn kjammi sem er hannaður til hnýtinga á púpum og öðrum smáflugum, bæði í lax- og silung. Straumflugukjammi sem hentar í hnýtingar á stærri flugum, s.s. Black Ghost, Nobblerum eða öðrum straumflugum. Loks er það túpukjamminn til hnýtinga á hverskonar túpum, allt frá micro-túpum upp í 2“ keilutúpur. Þá fylgir pakki með fimm frammjókkandi túpupinnum, sem ganga inn í allar gerðir túpuplasts. Transformer þvingan er með fullkomnum 360° snúningi, sem má stilla eftir þörfum. Hægt er að læsa stöðunni á hvaða gráðu sem er, en skaftinu má læsa á hverju 45° horni. Transformer er frábær vise í allar fluguhnýtingar.

Transformer hnýtingaþvingan er á afar stöðugum fæti.

Skipta má um þrjá mismunandi kjamma með einfölum hætti.

Kaiman Morsetto er einnig vandaður og stöðugur vise frá Stonfo. Þvingan er með mjög sterkan kjamma sem hentar í nær allar krókastærðir, frá örsmáum #28 upp í risastóra 5/0 króka. Kjammann þarf ekki að stilla sérstaklega fyrir hverja krókastærð sem gerir öngulskiptin mjög fljótleg. Þvingan er með 360° stillanlegum snúningi sem má læsa á 0° – 180°, en hana má einnig hækka og lækka eftir þörfum. Klemman á þvingunni er færanleg og hentar því rétthentum sem örvhentum. Kaiman er virkilega áhugaverður vise á flottu verði.

Kaiman Morsetto er sterkbyggður vise.

Morsetto Flylab er einföld en traust hnýtingaþvinga.

Morsetto Flylab er ódýr en vönduð hnýtingaþvinga sem er fáanleg með fótstykki eða borðfestingu. Þvingan er hönnuð til allra almennra fluguhnýtinga og er hún með 360° stillanlegum snúningi. Haus þvingunnar má læsa í 0° – 180°. Tilvalinn vise fyrir þá sem eru að byrja í fluguhnýtingum.

Smelltu HÉR til að skoða úrvalið af fluguhnýtingaþvingum.

Fluguhnýtingaáhöld

Í Veiðiflugum má finna gott úrval af helstu fluguhnýtingaáhöldum, s.s. keflishöldur, hnýtingaskæri, dubbing tól, hnútaáhöld, hárjafnara, nálar, þræðara o.fl.

Stonfo Bobbin Elite keflishaldan er mjög þægileg í notkun. Hægt er að stilla viðnám höldunnar og þannig fínstilla bremsu keflisins. Þessi keflishalda er notuð af mörgum atvinnuhnýturum hér heima, en einnig erlendis.

Finisher Tool er tól til að binda endahnútinn á haus flugunnar. Einfalt og fljótlegt – leiðbeiningar fylgja.

Tube Fly Tool er túpufesting í allar gerðir þvinga. Tveir pinnar úr stáli fylgja. Þeir eru 1,1 mm og 1,5 mm í þvermál sem passa fyrir flestar gerðir af túpum. Leiðbeiningabæklingur fylgir.

Fluguhnýtingaáhöld, s.s.keflishalda, túpusett, harjafnari og hackle plier

Keflishöldur, túpufestingar, hnútatól og fleiri áhöld í fluguhnýtingar má finna í netversluninni, Veidiflugur.is

Smelltu HÉR til að skoða öll fluguhnýtingaáhöld.

Fluguhnýtingaefni

Þó nokkuð úrval af fluguhnýtingaefni er nú fáanlegt í netversluninni Veidiflugur.is. Á boðstólnum eru tungsten kúluhausar, s.s. til hnýtinga á púpum í andstreymisveiðina, hrosshár, hnýtingaþræðir, floss, chenille, UV-lökk, túpuplast, augu og margt fleira.

Hrosshár eru vinsælt fluguhnýtingaefni enda mjög lifandi í vatni. Fjölmargar af þekktustu laxveiðiflugunum í dag eru einmitt hnýttar úr íslenskum hrosshárum, s.s. Haugur, Skuggi, Erna og Friggi. Þá eru efnið einnig tilvalið í straumflugur í stað zonker.

Hrosshár eru fáanleg í mörgum litum.

Tungsten kúluhausar eru hentugir til að hnýta þungar silungapúpur.

Tungsten kúluhausar eru nauðsynlegir þegar hnýta á púpur í andstreymisveiði (e. upstream). Í Veiðiflugum má finna slíka hausa í nokkrum stærðum og litum. Einnig eru fáanlegir léttari brass kúlu- og keiluhausar.

Þá bjóða Veiðiflugur upp á hnýtingatvinna, floss, chenille, víra og stitthvað fleira frá Semperfli.
Kynntu þér framboðið af fluguhnýtingaefni betur HÉR.

Fluguhnýtingakrókar

Ef þú ert að leita af fluguhnýtingakrókum er næsta víst að þú finnur þá í Veiðiflugum. Verslunin býður upp á hnýtingakróka frá þekktum framleiðendum, þ.á.m. Kamasan, Mustad og Partridge.

Þurrflugukrókar frá Kamasan eru fáanlegir í nokkrum útgáfum. Vinsælastir eru B400, B401 auk B410 króksins.

Ef hnýta á púpur eða lirfueftirlíkingar henta B100 og B110 grubber-krókarnir frá Kamasan eða Grub/Shrimp frá Patridge til verksins. Einnig er vert að benda á B420 krókinn sem er með tiltölulega gleiðum bug.

Ef hnýta á straumflugur eru tvær gerðir öðrum fremur sem koma til greina. Annarsvegar B175 frá Kamasan og hinsvegar B800. Sá síðarnefndi er enn lengri og sterkari en B175. Kamasan B800 er einnig fáanlegur í nokkrum litum og heitir þá B800C, en blanda af öllum litaafbrigðum eru í hverjum pakka.  Þá má benda á nýja króka frá Partridge sem heita Streamer.  

Í laxatvíkrækjum eru B280 krókarnir þekkastir. Þetta eru svartir hnýtingakrókar sem notaðir hafa verið um árabil. Margir kjósa einnig að hnýta laxaflugur á B270 krókana, en þeir eru bronslitaðir með niðursveigðu auga. Partridge Patriot eru níðsterkar tvíkrækjur með uppsveigðu auga og þá er hinn vinsæli Mustad DL 71-BN fáanlegur í þremur stærðum, #10-#14.

Í hnýtingar á laxaþríkrækjum eru einkum tvær gerðir sem koma til greina, þ.e. svartir Kamasan B380 og Partridge Long Shank sem fáanlegar eru í svörtu, silfri og gulli.

silungapúpur, peacock og vorpúpan

Peacock með tungsten kúluhaus.

Veiðiflugur benda á að hægt er að ganga frá kaupum á hnýtingavörum, eins og öðrum veiðivörum í netversluninni, Veidiflugur.is. Allar pantanir yfir 10.000 kr. eru sendar frítt heima að dyrum.